rétt og ekki rétt

ég var bergnuminn af lestri þessarar fréttar fyrst um sinn, auðvitað fylltist af þjóðarstolti með semi sjálfsvorkunar réttlætisreiði en hugsaði pínu lítið .......... nei það rann á mig "hefur þungu fargi verið létt ofan af okkur", var viðtalið tekið á 33A eða hver var þessi umrædda kona spyr ég. Ég get svo sem sammælst um dugnað okkar þjóðar og allt það, en man nú samt ekki betur en genin okkar hafa greinilega breyst " kannski Kári klári hafi komið með bakteríuna " 'islendingar hafa lengi vel haft það gott og verið gráðug þjóð og er ég að engu undanskildu þar ( please ég tala um vinnandi almenning sem svo ekkert væl komment um féló eða annað hér ) ég er ábyrgur ástandinu því að ég kaus yfir mig ástandið. Ég kaus vitlaust því ég hélt í alvörunni að mínir menn væru svo kláriri að þéirra var að halda vörð um hagsmuni þjóðar. Nei nei þeir eru líka gráðugir eins og hinir blindaðir af peningahyggju og eins og vagnhestar " hvað varðar sjóndeildarhringin " geta bara horft áfram ekki til hliðar "   Merkilegt að þjóðin sé enn skælandi yfir Gordon " þjóðin sem berst og kemst í gegnum allt "  Auðvitað mun almenningur greiða fyrir þetta, og að segja að þungu fargi sé af okkur létt er eins og að segja við 5 manna fjölskyldu rétt eftir að þeim efur verið hent út úr íbúðinni sinni " jæja eru þið ekki feginn að þurfa ekki að þrífa og svo brosa feitt.  :o)    jafn gáfulegt þ.e.a.s b.s eins og kanin hefði sagt.
mbl.is Brown sparkaði í Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Ég skrifaði mína skoðun á þessu, og mig langar að þakka AA Gill fyrir vel skrifaða grein "Ekki nóg með að Brown sparkaði í Íslendinga, heldur sparkaði hann í okkur liggjandi"

Sævar Einarsson, 14.12.2008 kl. 12:56

2 Smámynd: Gunnar Björn Björnsson

allar skoðanir hafa rétt á sér í lýðræði og fagna ég mismunandi skoðunum manna, þá eflaust kemur einhver miðja á málin og sannast þá best hinn gullni meðalvegur.

Gunnar Björn Björnsson, 14.12.2008 kl. 14:13

3 Smámynd: Baldvin Jónsson

Eins og ég skrifaði um Gunni að þá er þetta ákveðið "mindsplit" hjá þjóðinni. Voða stolt af hæfileikum okkar til þess að komast af en á sama tíma með þessa ótrúlegu þrælslund frá nánast upphafi landnáms.

Sumir segja að raunverulegt survival væri í því fólgið að flytja bara til hlýju landanna.

Ég er ekki sammála því, þ.e.a.s. ég vil berjast. Aumkun okkar er þó alls ekkert skárri eftir framferði Mr. Brown's

Baldvin Jónsson, 14.12.2008 kl. 21:17

4 Smámynd: Gunnar Björn Björnsson

Vissulega ekki og alveg hárrétt athugað, samt sem eftir situr þá sú staðreynd að við þurfum viðhorfsbreytingu " málssókn gegn framferði breta myndi ég fagna" en ný hugsun og ný viðhorf og hreinlega nýtt fólk þurfum við og þar liggja málin sem vert er að tala um.  Ég tók það skýrt fram í einni athugasemda minna að ég sýni ábyrgð og er enn að berjast og mun reyna halda mér og fyrirtækinu mínu gangandi þangað til allt fer í þrot, þessa ákvörðun tók ég með að berjast og sýna ábyrgð :o)    hinsvegar tíminn alltaf að styttast meðan þessi ríkisstjórn heldur velli.

Gunnar Björn Björnsson, 14.12.2008 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband