Færsluflokkur: Dægurmál

Er ekki kominn tími til að byggja upp landið ?? Okkur vantar nýja hugsun á þing

Það er ljótt að hugsa til þess að icesave er búið að kosta Íslendinga mikinn tíma og krafta að nú má sleppa takinu og kannski átta sig á að hér í landi er mikil vinna fram undan og þarf að ráðast í hana með tilliti til nútíðar og framtíðar.
Ég hef það sem skoðun að aðferðafræði við nálgun er mikilvægust og mikilvægt að hafa fólk sem heldur í við og er framsækið, en að hafa gömlu gildin sem hljóða svona "nú við bætum bara við lögreglumönnum ef glæpir aukast " :o) Þetta er bæði kostnaðarsöm hugsunarvilla og leysir engin vandamál.
Nú þurfum við að nálgast hlutina með það í huga að geta aukið störf í framtíð ekki fækkað, við þurfum að setja skýrar reglur fyrir fjármálafyrirtæki sem hafa frjálsan aðgang að almenningi með sínu áreiti.
Við þurfum ofan á allt að sætta okkur við nýja hugsun og ný vinnubrögð, við verðum að losa okkur við þá sem sitja í stjórn núna, þeir eru ekki vont fólk alls ekki :) þau eru alls ekki það sem þjóðin vill til að endurreisa efnahagin, nýtt fólk sem þorir að vinna gegn flokksöflum sem eru gamaldags og einkennast úrreltum reglum gamals lýðræðiss, en hvað um það og hver hefur áhuga á að fara betur með peninga og tíma. Og svona alveg í lokin þá er náttla staða sjálfstæðismanna léleg fyrir tilstuðlan formanns :) og batnaði ekki yfir helgina og þrátt fyrir að reyna þá set ég hann í ruslflokk ásamt hinum stjórnarflokkunum. hei ég má það.

Kveðja
Gunnar Björn


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband