Hallærisflokkurinn

Það er undravert að samfylkinginn og reyndar sjálfsstæðisflokkurinn sjái ekki að þeir eru í óþökk meirihluta landsmanna í ríkisstjórn, hvað þá að þessir viti rændu aðilar ætli að fara fyrir landsmenn að sækja um aðild í ESB.

Það er aumt ástandið í landinu núna og verður ömurlegt eftir áramót,  Ég sjálfur hef hugleitt undanfarið að hreinlega ganga frá mínum málum og finna mér öruggari stað til að vera á, ekki ætla ég að vera undir þessari stjórn "ógnarstjórn" því engin af okkar ráðamönnum sér vandamálið í raun"  Það virðist ekki komast inní hausinn á þessu fólki að almenningurinn er uppistaðan í þjóðfélaginu án hans er ekkert, en hvað gera þeir fyrir hinn almenna skattgreiðanda !!! ekkert nema hækka álögur á öllu sem bitnar á greiðslubirgði fólks og verður þess valdandi að fólk hreinlega er að sliga undan því, og svo kemur bónusinn heilbrigðiskerfið skorið niður, menntakerfið skorið niður, lífeyrisréttindi rýrna, og toppurinn er að lækka laun fólks " skil ekki hvað reiknisnilling alþingi hefur, en er að mínu mati þumbi eins og þeir allir með tölu".

Ríkisstjórn Íslands er til skammar hvernig sem litið er á það gegnsýrð af spillingu og eignarhagsmunatengslum út um allt.  Heiðarleiki og hugsjón ekki lengur til og þetta fólk er reiðubúið að láta óeirðarlögreglu lemja almennig ef almenningur stendur allur upp og mótmælir, fyndið líka að lögregluembættið sem sætt hefur niðurskurði lengi er núna allt í einu ekkert skorið niður á höfuðborgarsvæðinu :)  nú þarfnast þeir þeirra " vonandi sjá lögreglumenn að sér og leyfa fólki að mótmæla,  en auðvitað eiga þeir fjölskyldur líka og þurfa sína vinnu.

AUÐVITAÐ ERU ÞESSIR ALÞINGISMENN EINS OG HRÆDDAR HÆNUR VIÐ AÐ MISSA SÍN STÖRF OG ÞVÍ EKKI MYNDI ÉG RÁÐA NEINN ÞEIRRA TIL VINNU ;)   ÞESSVEGNA NEITA ÞEIR AÐ SEGJA AF SÉR OG VÍKJA HVERGI, SORGLEGT OG SATT.

 Það er kominn tími á að klárt fólk með hæfileika til að byggja upp atvinnu og viðskiptasambönd fái að komast að og fólk sem hefur undirstöðurnar réttar " ekki hleypa þessum lýð sem er á alþingi lengra í að skemma meira en þegar hefur verið gert.   14 milljarðar til að bjarga Sparisjóðunum !!! afhverju ekki byggja upp atvinnu í landinu og minnka atvinnuleysið "myndi það ekki spara ríkissjóði sem tekur allt úr vösum landsmanna, það myndi ég halda"   til skammar að enn skuli vera hlaupið undir fót eignarmanna en traðkað á þeim sem í raun skila mestu sem er hinn almenni skattgreiðandi, já það hlýtur að vera erfitt að vera svona vitgrannur og eflaust fylgja einhverjar aukaverkanir með því eins og t.d hlutabréf eða afskriftir.

Guð blessi ráðamennina "ekki geri ég það " ég uni landinu mínu mikið, en fólkið við stjórnina mætti fara þar sem sólinn skín aldrei.

 


mbl.is Segir forystu ekki hafa umboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband