datt ég af baki eða ??? jæja nú passa ég heilsuna.

Ég glími veikindi þessa dagana og þess vegna kom þessi vangavelta, 

Það er mér umhugsunarefni nú afhverju þjóðmál og pólitík og allskyns bull getur tekið drjúgan þátt úr hversdagslífi hjá mér og allar þær neikvæðu umræður sem hægt er að þrífast á og orðum eins og " kreppan " það fleytir manni langt.      Eða gerir það í raun ? alls ekki, neikvæðni og gremja skilar engu öðru en óhamingjusömu og fátæku lífi til mín ! ég skráði mig ekkert í þann pakkan.... ég kann meira segja að segja peningar skipta ekki máli, afhverju er ég ekki bara "glaður"  Ég stundum velti því mér fyrir hvort ég sé að kafna úr heimtufrekju og brjálæðri bræði til peninga með því að vera stanslaust að tala um hvað þá vanti. Ég hef í raun miklu meira að gera við góða heilsu :/ ég í raun sé eftir þeim tíma sem ég nýtti mér ekki til að hugsa um heilsuna mína og gaf mínum nánustu tíma með mér, jú afsakið ég var að vinna sem einhver sagði að væri svo göfugt og gott ?  Ég myndi alla daga vikunar skipta á góðri heilsu og tugum milljóna líka hundruðum, ég myndi hugsa mig tvisvar um hvort lífið sé ekki meira og innhaldsríkara en með peningum, ég myndi í raun gera allt annað en að elta peningana, þó svo skólar kenni hið slíka :( sem er sorglegt því mikil óhamingja verður alltaf þar sem fólk er misjafnvel á ísinn sett. Það sem að mig langar að koma fram hér er "staldraðu við og hugsaðu um breytt gildi ! gildi sem veita okkur meira og þroska okkur betur". Ég vona að samt að hið jákvæða sigri, ég er hvort eð er búinn að tapa miklu í peningum en það angrar mig ekkert svo hægt sé að tala um, ég hinsvegar stefni á góða heilsu og óska ykkur öllum hins sama. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband