11.12.2008 | 10:56
uppsagnir á alþingi nauðsyn
Mér fyndist nær lagi að segja upp fólki í þingheimi okkar 30 % af fjöldanum og þeirra aðstoðarfólki enda minnihlutinn þar veit hvað er að gerast ef marka má fjölmiðla (allavegana koma allir af fjöllum og vita ekki eða vissu ekkert. ) Og reyna halda skólum og heilbrigðisþjónustu gangandi. mér finnst einnig að tónlistarhús og aðrar slíkar ekki jafnmikilvægar og mennta og heilbrigðisgeirinn, allavegan er þörf á því fólki. Svo væri einnig nær lagi að skiptastjórar bankanna væru ekki umdeildir eða pólitískir á nokkurn máta hvað þá frá dýrustu lögfræðistofu landsins, ríkið er að greiða hundruði milljóna í þann kostnað og hreinlega pæla ekkert í hverja þessir lögfræðingar hafa unnið fyrir gegnum tíðina. nær væri að láta lögfræðideild háskólans ásamt öðrum fara yfir þessi mál, kæmi eflaust miklu betur út fjárhagslega og spilling engin þar stæði fjöldin og breiddinn fyrir því. Þar í leiðinni væri menntakerfið nýtt. Við eigum fullt af kláru fólki þótt það tilheyri ekki hinni svokölluðu Elitu gengi Íslands.
Tekjuskattur og útsvar hækka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.