14.12.2008 | 20:43
Heimilin þurfa athygli núna (birt aftur)
Skuldir heimila í landinu og virðing við hinn vinnandi almennig
Hvernig stendur á því að ríkisstjórnin á sínum tíma fór ekki með fjármagnið sem hent var í svarthol bankana og skuldir þeirra í gegnum heimilin í landinu og lækkuðu skuldir þeirra um 20-25 % Peningarnir hefðu endað þar en með milligöngu heimila í landinu, ég er viss um að það hefði verið gáfulegri hugmynd, ég er viss um að heimilin væri ekki jafn hætt komin og raun ber vitni. Þar af leiðandi færri sem væru á leið í ógöngur fjárlega séð , því enn er ekki séð fyrir endan á því. Svo er drepfyndið að heyra einhvern segja hvernig fjáhalli og fjálög ríkis verða eftir svo og svo langan tíma, snjóboltin er bara rétt lagður af stað niður brekkuna og engin leið að segja núna hvernig hlutirnir þróast. þeir fjámunir hefðu hvort sem er farið beint í bankana hefði þeim verið velt í gegnum heimilin og hefði verið hægt að henda saman frumvarpi sem lútið hefði að framtíðarsýn ríkisstjórnarinnar varðandi hagsmuni heimila og almennings að leiðarljósi ekki skyndi þetta og skyndi hitt. Og eflaust væri hún ekki jafn illa kominn á sig trúverðulega og raun ber vitni. Það er ekki endalaust hægt að koma fram við landsmenn með vanvirðingu, við erum þau sem byggjum upp þjóðina ( þótt ríkisflokkarnir hrósi sér alltaf fyrir allt sem gott er, meira að segja góðærið um tíma, nú vill engin kannast við það ) hmm... wonder why..... hinn almenni skattgreiðandi er sá sem sér landinu fyrir lífæðum þess, og verður að koma stjórnamönnum okkar lands í skilning um að við þurfum hreinlega að vita að við séum virt og okkur verði stýrt með hagsmunum heildarinnar og framtíðarinnar ekki einhverri skammsýn og óyfirsýn. Baldvin virðist vera á góðri leið með að sannfæra mig um mitt atkvæði frá bláu knerunum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.