óvarkár og vanhugsuð frétt

mér þætti gaman að vita hvernig þessir menn fá út þessa lækkun, og mér þætti enn skemmtilegara að sérfræðingar eins og þessir myndu kannski gera aðeins nákvæmari úttekt en raun ber vitni, eru þeir að tala um Skagaströnd eru þeir að tala um Ólafsvík kannski Hvolsvöll bíddu kannski eru þeir að tala um Keflavík.............  það skyldi þó aldrei vera að þeir séu á tala um Reykjavík. 

Þetta tal og þessi frétt er með öllu óviðunandi óvönduð og sá sem hana gerir er hreint út sagt kjáni. Lækkun sem nemur 25-30% á fasteignamarkaði í heild myndi þýða hús í Keflavík sem lengi hafa verið undir sanngjörnu markaðsverði færu undir byggingarkostnað um svona 20%. og ekki gleyma að sú lækkun sem kemur til húsnæða er einungis LÍFEYRISSKERÐING fyrir landsmenn og þegar svona fréttir eru settar út skapar það hræðslu og örvinglun margra, jú við erum að tala um að ganga gjörsamlega í vasa landsmanna og tæma þá ekki bara kjaraskerðingu heldur líka ævisparnað margra. 

Er ekki nein ábyrgðartilfinning þegar kemur að fréttaflutningi sem þessum !!!   hvað með fólkið á landsbyggðinni sem hefur alltaf verið undir byggingarkostnaði með sýnar fasteignir. Vinsamlegast takið puttan úr rassgatinu á ykkur og setjið fram svæðaskiptingu í prósentu hlutfalli ekki kasta einhverju sem virðist vera ákveðið á barnum kvöldinu áður !!!!  sko munurinn á 25-30% er líka stór 5% eru háar fjárhæðir þegar kemur til húsnæðis og oft á tíðum er það það sem fólk er að fá út úr eignum sínum. Þannig ef þetta er eitthvað sem byggt verður á þá bendi stjórnarmönnum Íslands á að lækka skuldir heimilana um sama prósentuhlutfall í leiðinni. 

 

 


mbl.is 25 til 30% lækkun þarf á fasteignamarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: A.L.F

Eins fáránleg og þessi frétt hljómar er hún alveg í takt við það sem er að gerast og hefur gerst í öðrum löndum þegar fasteignaverð steig of hratt upp. Margir töpuðu aðrir stóðu verðfallið af sér. En svona er þetta bara, fasteignaverð var orðið of hátt, allt sem fer upp verður að fara niður.

En væntanlega hlýtur að vanta þarna inn í fréttina að verið sé að tala um lækkun á raunvirði.

A.L.F, 15.12.2008 kl. 15:23

2 Smámynd: Gunnar Björn Björnsson

reyndar er þetta óskatala ríkisstjórnarinnar ;o)   og telja þeir þetta nauðsynlega hækkun, enda ef fasteignaverð myndi falla svona mikið þá myndi einkaneysla dragast saman um það sama 25-30 prósent því allmargir eru bara á þeim stað að verðbólan "verðtrygginginn" hefur hækkað Íslensku lánin um 20-22 % ofan á höfuðstól síðast liðina 24 mán. Við getum ekki tekið hvoru tveggja. Já það er óskandi að það komi nánari útskýring á þessu.

Gunnar Björn Björnsson, 15.12.2008 kl. 19:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband