Hugsum út fyrir rammann.

Mér finnst undravert að samfélag eins og háskólasamfélagið sjái sér ekki leik á borði og taki við nemendum sem sótt hafi um, þarna er mikið af kláru fólki og gæti háskólinn t.d tekið að sér verkefni fyrir smærri sprotafyrirtæki t.d áætlanagerð og ýmislegt " við fengum sköpunargáfur til að nota þær og megum ekki festast í formi fjárhæða"  Við höfum nú öll þurft að sæta skerðingu og verst er þegar mennta og heilbrigðis kerfið fær högg sem þetta á sig.

En ég er viss um að með saman tekinni vinni gætu flestir umsóttra fengið inn og væri það þjóðinni fyrir bestu,  koma sem flestum í menntun sem háskólinn hefur, Kristín verður að hugsa út fyrir boxið og finna leiðir og nýta þá sem fyrir eru og leitast á við að finna það sem skólinn getur gert til að fjármagna sig að einhverju leyti sjálfur, það hlýtur að vera að deildir innan háskólans geti sparað -ðrum fyrirtækjum kostnað og nýtt verkþáttinn til náms í leiðinni.

Leysum þetta með hausnum okkar " látum ekki klúður ráðamanna skemma allt í landinu"


mbl.is Ekki hægt að taka inn nýnema
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bíddu nú við. Viltu taka inn nýnema og setja þá í áætlanagerð fyrir sprotafyrirtæki? Án þess að hafa kennara? Eða tækjabúnað? Ég er hrædd um að þú þurfir að skýra þessa hugmynd betur áður en nokkur kaupir hana.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 16:34

2 Smámynd: Gunnar Björn Björnsson

Nú eru kennararnir allir farnir ??  það er eitthvað nýtt !!  það væri hæg þróun ef fólk eins og þú væri við völdin, mig langar að segja þér að það er ekkert athugavert að leytast á við að finna leiðir til að taka við nemendunum og þú ert greinilega að berjast fyrir hærri framlögum !!  þau myndu glepja mig en gera ekki. Hvað myndur þú gera ef þú ættir ekki fyrir mat fyrir börnin þín "myndir þú bara láta þau svelta " þetta er sama atriði og snýr að finna leiðir fyrir háskólan. Ef hugmyndin er ekki góð þá það allavegana er hugmynd alltaf byrjun "ef þú ert háskólamenntuð þá veistu þetta" Aðalatriðið er að leyta leiða og þetta gæti alveg verið ein af mörgum leiðum til að afla fjárs fyrir Háskólan.   Svo sagði góð manneskja við mig að einnig ætti auknar tekjur sem ríkissjóður fær vegna áfengishækkana ætti að renna til menntamála, sem dæmi um hugmynd " því fleiri því betri "

Týpiskt fyrir Íslenska hugsun "fyrst selja"  þessi hugmynd var einungis hugsuð sem leið til að mæta fjárþörfinni,  Hugmyndin er alls ekkert slæm og fráleitt að að blanda tækjum og Kennurum í þetta. Þess fyrir utan gæti verið tekið ákveðið lágmarksgjald fyrir námið einnig.

Gunnar Björn Björnsson, 20.12.2008 kl. 19:12

3 Smámynd: Gunnar Björn Björnsson

Gleðja á það að vera ekki glepja :)

Gunnar Björn Björnsson, 20.12.2008 kl. 19:13

4 identicon

Ástæðan fyrir því að Háskólinn getur ekki tekið við öllum þessum nýnemum er sú að hann skortir fé til að greiða kennslulaun og tækjabúnað. Ég skil bara ekki hvar áætlanagerð fyrir sprotafyrirtæki kemur inn í myndina. Námsgjöld verða svo ekki til að draga úr skaðanum af atvinnuleysinu.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 19:47

5 Smámynd: Nocdi

Eva,

Kennslulaun og tækjabúnaður er fastur kostnaður, en ekki breytilegur kostnaður.

Það kostar þig sama 500 þúsund kallinn í starfsmannakostnað að hafa prófessor að kenna 10 manns eins og að hafa prófessorinn í að kenna 100 eða 250 manns. Nándin verður ekki sú sama en so be it.

Sama á við um tækjabúnað svosem tölvubúnað og myndvarpa. Tækjunum er algerlega sama hvort að 1 eða 1000 horfa á. 

Nocdi, 20.12.2008 kl. 20:11

6 identicon

Af hverju getur Háskólinn ekki tekið við fleiri nýnemum nema fá meiri peninga? Í hverju liggur kostnaðurinn?

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 20:26

7 Smámynd: Nocdi

Eini kostnaðarmunurinn á því að hafa 100 og 200 nemendur er falinn í prófyfirferðum og borgun fyrir yfirsetu.Það er að segja svo framarlega sem þú ert með pláss fyrir nemendur í kennslustofum, sem ætti ekki að vera mikið mál. Þú getur flutt tíma á milli kennslustofa til þess að redda svoleiðis málum.

Held að háskólinn sé bara að reyna að nýta sér tækifærið til þess að mjólka út meira fé til þess að fjölga kúrsum, brautum og geta haft fleira fólk í ýmsum rannsóknardeildum.

Er til einhver deild/fyrirtæki/stofnun, sem ekki þarf að selja framleiðslu sína, sem segir  að hún þurfi í rauninni ekki allt það fé sem henni er skammtað, að hún geti alveg lifað við að fá minna?

Nocdi, 20.12.2008 kl. 20:32

8 Smámynd: Nocdi

Verklegar æfingar eru líka undanskyldar þar sem að pláss í rannsóknarstofum og tækjasölum er takmarkað.

En þá má líka muna að slík herbergi eru kannski ekki nýtt nema 2-5 tíma á sólarhring svo að það má vel auka nýtnina þar á móti.

Nocdi, 20.12.2008 kl. 20:33

9 Smámynd: Gunnar Björn Björnsson

:)   umræðan er byrjuð og það er ákkúrat það sem þarf "því fleiri sem leggjast á eitt við að láta hlutina ganga þess auðveldara verður að brúa bilið.

Og ég tek undir með Nocdi varðandi fjölda og einnig að Háskólinn má ekki nýta ástandið til að synja nemendum " um er að ræða verðmikla framtíð sem eru nemendur og nýliðun komandi ára á atvinnumarkaði og það er kennarana hagur að leggja aðeins meira ef eitthvað er á sig við munum komast yfir þessa tíma með einum eða öðrum hætti. 

fagna samt umræðunni ( og reyni að taka gagngrýni vel þannig að Eva ef ég var harðorða biðst ég afsökunar á því "

Gunnar Björn Björnsson, 20.12.2008 kl. 21:52

10 identicon

Hvaða hag hefur Háskólinn af því að neita að taka við stúdentum, fyrst húsnæði, húsbúnaður og annar tækjakostur ber fjöldann og nóg er af starfsfólkinu?

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 22:56

11 Smámynd: Nocdi

Eva,

Háskólinn er að nota þessar hótanir sem samningaverkfæri, bargaining chip, til þess að ná sér í meiri fjármuni. 

Virkar svona:
Háskólinn segist ekki geta bætt við fólki, tekur við 1600 umsóknum og segir svo að þeir geti ekki tekið neitt af því fólki inn.
Sendir þar um út fréttatilkynningu sem birtist í öllum fjölmiðlum, fólk sem ekki áttar sig á því að háskólinn er að gabba verður brjálað. Þeir 1600 sem sóttu um verða líka brjálaðir og þrýstingur skapast á stjórnvöld um að birtast með stórann peningapoka uppi í HÍ.

Ef leikurinn gengur upp og stjórnvöld gefa eftir þá fær HÍ væna fúlgu fjár. Ef leikurinn gengur ekki upp, og stjórnvöld gefa ekki eftir, þá reyna þeir að æmta og skræmta aðeins meira. En að lokum myndi þetta fólk komast inn á eina eða aðra vegu.

Nocdi, 21.12.2008 kl. 17:19

12 identicon

Til hvers haldið þið að Háskólinn ætli að nota þessa peninga? Hefur enginn hagfræðingur tekið að sér að reikna út hve mikið hver námsmaður kostar?

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 18:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband