Lögmæti

Er lögmæti í aðgerðum ríkisstjórnarinnar ????   kaupmáttarskerðing lífeyriskerðing hækkanir á öllu sem hægt er að hækka, mennta og heilbrigðiskerfið í erfiðleikum, Heimatilbúinn gengisvísitala sem daglega færir okkur í dýpri skuldasúpu, og auðvitað hækka atvinnuleysibætur í takt við það sem koma skal?  hverjum finnst sitthvað um það "fólk hefur rétt á að mótmæla og ef um eignarspjöll er að ræða þá ber fólkið ábyrgð á því sem eignir skemma." Hvet fólk til að beita vitsmunum eins lengi og hægt er ofbeldið leysir ekkert og mun eflaust verða til að lög verða sett á blöð, blogg, og aðra fjölvaka, jú við siglum hratt þangað. Við okkur er komið fram eins og fífl.

Komdu fram við náungan eins og þú vilt að hann komi fram við þig, ef við færum eftir þessu væru allir ráðamenn blankir , atvinnulausir og engin virðing borinn fyrir þeim " ;)   hmmm...... 

Mér finnst samt mótmælendur hafa staðið sig með prýði og þakka þeim fyrir. Ég vil líka benda á að á meðan þessir ráðamenn ræna okkur blind er það þróun sem mun snúast gegn þeim og ættu þeir að fara vara sig á hvaða ákvarðanir eru teknar því þeir munu falla á nýju ári og þá myndi ég ekki vilja vera í þeirra sporum " ekki veit ég um marga sem uppá þá halda "

Versnandi þjóðfélagsleg staða okkar Íslendinga mun færa aukna hörku og víðtækari mótmæli og það er ekki langt að bíða uns allt síður uppúr og þá er ég ansi hræddur um að lögreglan fái ekki spornað við neinu þá, þó mótmælendur þurfa líka að gera sér grein fyrir að þeir eru að sinna sínu starfi. "það er nú einu sinni þannig að siðmenntað fólk getur líka fengið nóg " hvað ætlar ríkisstjórnin að gera þegar þá "verður hún óhult :) ég veit ekki og ætla ekki að fullyrða neitt, en eins og staðan er í dag er mesti skellurinn eftir og kreppan byrja fyrst fyrir alvöru eftir áramót. Og ég er viss um að Lögreglumenn eiga fjölskyldur og sá kemur tími "vonandi" að þeir taka tillit til meirihluta þjóðarinnar og víkja fyrir mótmælendum.


mbl.is Mótmælin áttu að vera friðsamleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Sæll Gunnar, vonandi fer óskipulagður skríll ekki að hafa áhrif á stjórn landsmála hér. Lýðræðið er þrátt fyrir galla dýrmætara en hrunið í fjármálageiranum.
Þú spyrð hvort það sé "löglegt" að skerða kaupmátt og lífeyri.  Að sjálfsögðu ná lög ekki yfir hagsveiflur, hvorki góðæri né hallæri. Undanfarin ár hefur gengið vel. Ef opinber útgjöld hefðu verið fryst fyrir 10 árum og aðeins hækkað í samræmi við verðlag þá væru þau nú um 400 milljarðar í stað 600. Aukningin um 200 milljarðar hafa að mestu farið í heilbrigðismál, tryggingarmál og menntamál auk þess sem kaupmáttur fólks og lífskjör hafa stóraukist undanfarin ár og áratugi.  Það má líka spyrja hvort það sé löglegt!

Þorsteinn Sverrisson, 1.1.2009 kl. 12:47

2 Smámynd: Gunnar Björn Björnsson

Vissulega rétt, en var góðæri ? erum við ekki að borga fyrir hið svokallaða góðærið, væri ekki nær að segja að góðærið hafi í reynd verið lán sem engin vissi um að ætti að borgast til baka.

Jú auðvitað á meðan peningar koma inn þá segir engin neitt,  þetta var aldrei góðæri.

Ég get hæglega haft það gott með því að taka lán og lifa eins og kóngur, og jafnvel montað mig af því að vera rosalega vel stæður "en er ég vel stæður með lánsfé" nei staðreyndin er sú að allt sem flokkast undir góðæri er að banka upp sem skuld nú og helmingi margfalt hærri en Íslenska þjóðin fékk að láni. Við skulum ekki gleyma því að við vorum að eyða annara manna peningum, góðærið var tekið að láni og gleymdist að spyrja að gjaldaga.

Gunnar Björn Björnsson, 3.1.2009 kl. 19:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband